Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 09. júlí 2019 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin í dag - Heimir og lærisveinar hans mæta HJK
Heimir Guðjónsson og hans menn í HB mæta HJK Helsinki
Heimir Guðjónsson og hans menn í HB mæta HJK Helsinki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrsta umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í dag en nokkrir Íslendingar gætu komið við sögu.

Astana frá Kasakstan mætir rúmenska liðinu Cluj. Rúnar Már Sigurjónsson samdi við Astana á dögunum og ætti að vera klár í slaginn.

Kolbeinn SIgþórsson og hans menn í AIK í Svíþjóð mæta þá Ararat-Armenia frá Armeníu. Kolbeinn er að koma sér af stað eftir meiðsli og gæti fengið spiltíma.

HJK Helsinki mætir þá Heimi Guðjónsson og lærisveinum hans í HB frá Færeyjum. Brynjar Hlöðversson leikur þá með liðinu. Fyrri leikurinn fer fram í Finnlandi.

Leikir dagsins:
13:00 Astana (Kazakhstan) - Cluj (Romania)
14:00 Ararat-Armenia (Armenia) - AIK (Sweden)
16:00 Nomme Kalju - Shkendija (North Macedonia)
16:00 HJK Helsinki (Finland) - HB Torshavn (Faroe Islands)
17:45 Sarajevo (Bosnia and Herzegovina) - Celtic
18:00 Dudelange (Luxembourg) - Valletta FC (Malta)
18:00 Suduva (Lithuania) - Crvena Zvezda (Serbia)
18:00 TNS (Wales) - Feronikeli (Kosovo)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner