Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. júlí 2019 16:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Sigur hjá Rúnari en tap hjá Kolbeini
Rúnar Már Sigurjónsson.
Rúnar Már Sigurjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Már Sigurjónsson og félagar hans í Astana frá Kasakstan unnu heimaleik sinn gegn rúmenska félaginu CFR Cluj í forkeppni Meistaradeildarinnar í dag.

Rúnar Már, sem er nýgengin í raðir Astana frá Grasshopper í Sviss, spilaði allan leikinn fyrir Astana.

Eina mark leiksins kom upp úr hornspyrnu sem Rúnar tók. Lokatölur 1-0, en leikurinn í dag fór fram á heimavelli Astana.

Kolbeinn Sigþórsson lék síðustu 25 mínúturnar þegar AIK frá Svíþjóð tapaði gegn Ararat-Armenia, toppliði armensku úrvalsdeildarinnar. Robert Lundström, varnarmaður AIK, fékk að líta sitt annað gula spjald eftir 13 mínútur, en þá var staðan 1-0 fyrir Ararat-Armenia eftir mark úr vítaspyrnu á þriðju mínútu.

Einum færri tókst AIK að halda sér inn í einvíginu. Leikurinn endaði 2-1 og fer seinni leikurinn fram í Svíþjóð í næstu viku.

Íslandsmeistarar Vals taka á móti Maribor í forkeppni Meistaradeildarinnar á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner