þri 09. júlí 2019 12:00
Fótbolti.net
„Ólafur Kristjánsson er sáttasti maðurinn á plánetunni jörð"
FH-ingar fagna sigrinum í gærkvöldi.
FH-ingar fagna sigrinum í gærkvöldi.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH vann fyrsta sigur í Pepsi Max-deildinni síðan 20. maí þegar liðið lagði Víking R. 1-0 á heimavelli í gær. Brandur Olsen skoraði eina markið með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu.

FH var fyrir leikinn tveimur stigum frá falli en sigurinn lyfti liðinu upp í 6. sætið. Liðið er nú sex stigum á eftir Breiðabliki í 2. sætinu og á leik til góða.

Eftir leikinn í gær mátti sjá að fögnuður FH-inga var ósvikinn en rætt var um FH í Innkastinu í gærkvöldi.

„Ólafur Kristjánsson er sáttasti maðurinn á plánetunni jörð að hafa klárað þetta," sagði Tómas Þór Þórðarson í Innkastinu.

„Þetta var allt eða ekkert í kvöld (í gærkvöldi). Ef þetta hefði farið 0-0 eða Víkingur hefði unnið, sem hefði alveg veirð sanngarnt, þá væri allt logandi í Krikanum af því að þeir voru ekki nógu góðir. Menn gleyma því svolítið út af stigunum enda snýst þetta um að vinna leikina."



Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner