Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 09. júlí 2019 07:30
Brynjar Ingi Erluson
PSG hætt við De Ligt: Erum ekki með 200 milljón evrur í umslagi
Mathijs de Ligt
Mathijs de Ligt
Mynd: Getty Images
Franska peningaveldið Paris Saint-Germain hefur formlega dregið sig úr baráttuni um hollenska varnarmanninn Mathijs De Ligt. Leonardo ,yfirmaður íþróttamála hjá PSG, staðfestir þetta.

Parísarliðið var lengi vel í baráttunni um De Ligt og var tilbúið að bjóða honum gull og græna skóga en eftir smá umhugsun virðist hugur De Ligt vera hjá ítalska félaginu Juventus.

De Ligt hefur tekið sér sinn tíma í að ákveða sig en hann var orðaður við félög á borð við Barcelona, Real Madrid, Liverpool, Manchester United og Manchester City.

Leonardo, yfirmaður íþróttamála hjá PSG, segir að franska félagið sé formlega búið að játa sig sigraða í baráttunni.

„De Ligt kemur ekki til PSG. Það var möguleiki og hann er frábær leikmaður en þetta var ekki góður tími fyrir stóra fjárfestingu af okkar hálfu," sagði Leonardo.

„Við verðum að slaka aðeins á. Við erum ekki með umslag sem inniheldur 200 milljónir evra til að eyða," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner