Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. júlí 2019 16:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sturridge birtir myndir af hundinum sínum
Mynd: Getty Images
Daniel Sturridge, fyrrum framherji Liverpool, varð fyrir mjög leiðinlegri reynslu í Los Angeles í Bandaríkjunum í gær.

Sturridge, sem er án félags í augnablikinu, er í fríi í Bandaríkjunum, en það var brotist inn í hús hans í Los Angeles. Ýmislegt var tekið og var hundur hans á meðal þess sem var horfið þegar hann kom aftur.

Í myndbandi á Instagram sagði Sturridge að hann hefði verið í burtu í tvo tíma. Hann sagði jafnframt að hann myndi borga hvað sem er til að fá hundinn aftur.

„Ég borga hvað sem er. Þetta snýst ekki um peninginn, ég vil bara fá hundinn minn aftur," sagði Sturridge.

Hann segist vera tilbúinn að borga þeim sem kemur aftur með hundinn 20-30 þúsund pund, sem jafngildir 3,1-4,7 milljónir íslenskra króna.

Sturridge birti myndir af hundinum Lucci á Instagram, en þær má sjá hér að neðan.

View this post on Instagram

This is him

A post shared by Daniel Sturridge - Dstudge (@danielsturridge) on





Athugasemdir
banner
banner
banner