Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 09. júlí 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Akinfenwa kallaður feitur vatnabuffall
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið er að rannsaka ásakanir Adebayo Akinfenwa, framherja Wycombe Wanderers, um að aðili hjá Fleetwood Town hafi kallaði hann „feitan vatnabuffall (e: fat water buffalo)" eftir leik á dögunum.

Liðin mættust í umspili í ensku C-deildinni en Wycombe hafði betur samanlagt 6-3 og fer í úrslit umspilsins gegn Oxford.

Hinn 38 ára gamli Akinfenwa segist hafa orðið fyrir aðkasti í leiknum og að hann hafi verið kallaður „feitur vatnabufall."

Enska knattspyrnusambandið er nú að skoða málið en ekki hefur verið greint frá því hvort að það hafi verið leikmaður eða einhver úr þjálfarateymi Fleetwood sem lét ummælin falla.
Athugasemdir
banner
banner
banner