Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 09. júlí 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
Alexander-Arnold: Neco Williams getur orðið heimsklassa leikmaður
Mynd: Getty Images
Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörður Liverpool, segir að liðsfélagi sinn Neco Williams geti orðið heimsklassa leikmaður.

Hinn 19 ára gamli Neco byrjaði sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í sigri Liverpool á Brighton í gær en hann er bakvörður líkt og Trent.

Neco er hægri bakvörður en hann byrjaði í vinstri bakverði í gær. Andy Robertson leysti Neco af í hálfleik eftir að sá síðarnefndi var kominn með gult spjald.

„Hann er ungur strákur sem þarf að læra af mistökum sem hann gerir. Hann mun læra af þeim," sagði Alexander-Arnold eftir leik.

„Hann á eftir að bæta sig og verða mjög hæfileikaríkur leikmaður. Hann er með rétt hugarfar og hann hefur hæfileikana til að verða heimsklassa leikmaður."
Athugasemdir
banner
banner