Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 09. júlí 2021 22:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Þróttur vann í toppbaráttuslag - Leiknir með gott svar
Unnar, hér með Hermanni Hreiðarssyni, var hetja Þróttara.
Unnar, hér með Hermanni Hreiðarssyni, var hetja Þróttara.
Mynd: Þróttur Vogum
Þróttur Vogum er með fjögurra stiga forystu á toppi 2. deildar eftir sigur gegn KV í toppbaráttuslag.

Það var Unnar Ari Hansson sem skoraði eina markið fyrir lærisveina Hermanns Hreiðarssonar í 1-0 sigri á Vogaídýfuvellinum í kvöld. Þróttur er með fjögurra stiga forskot á Njarðvík sem er í öðru sæti, en Njarðvík á leik til góða.

KV situr í þriðja sæti, fimm stigum frá Þrótti en svo kemur ÍR sem gerði jafntefli við Reyni í kvöld. Bæði mörk leiksins í Sandgerði komu á síðustu fimm mínútunum í venjulegum leiktíma og var mikil dramatík.

Leiknir Fáskrúðsfirði svaraði þá 9-1 tapinu hörmulega gegn Njarðvík vel í kvöld. Leiknismenn töpuðu stórt um síðustu helgi en þeir unnu flottan 2-0 sigur á botnliði Fjarðabyggð þennan föstudaginn. Leiknir skoraði mörk sín í lokin á báðum hálfleikjum.

Leiknir er í níunda sæti deildarinnar og Fjarðabyggð sem fyrr segir á botninum.

Þróttur V. 1- 0 KV
1-0 Unnar Ari Hansson ('45)

Reynir S. 1 - 1 ÍR
0-1 Reynir Haraldsson ('85)
1-1 Ivan Prskalo ('88)

Leiknir F. 2 - 0 Fjarðabyggð
1-0 Marteinn Már Sverrisson ('45)
2-0 Valdimar Brimir Hilmarsson ('90)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner