fös 09. júlí 2021 23:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
3. deild: Tveir óvæntir sigrar í röð hjá ÍH
Viktor Örn skoraði fyrir ÍH.
Viktor Örn skoraði fyrir ÍH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍH 3 - 1 Elliði
0-1 Benedikt Daríus Garðarsson
1-1 Viktor Örn Guðmundsson
2-1 Arnar Sigþórsson
3-1 Kristján Ólafsson

ÍH er núna búið að vinna tvo óvænta sigra í röð í 3. deildinni og eru þeir að klífa upp töfluna.

ÍH fékk Elliða í heimsókn í kvöld og gestirnir byrjuðu á því að taka forystuna. Benedikt Daríus Garðarsson, sem hefur verið mjög öflugur í 3. deildinni í sumar, kom Elliða yfir.

Heimamenn gerðu mjög vel eftir það, jöfnuðu metin og tóku forystuna. Viktor Örn Guðmundsson jafnaði, Arnar Sigþórsson kom ÍH yfir og Kristján Ólafsson gerði þriðja markið fyrir leikhlé.

Elliði náði ekki að koma til baka og landaði ÍH góðum 3-1 sigri. Engin mörk voru skoruð í seinni hálfleik.

ÍH vann 2-1 sigur á Hetti/Hugin í síðustu umferð en bæði Höttur/Huginn og Elliði eru í toppbaráttunni; Höttur/Huginn á toppnum og Elliði í fjórða sæti. ÍH er í áttunda sæti með 11 stig núna. Tveir flottir sigrar í röð hjá þeim.
Athugasemdir
banner
banner
banner