Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 09. júlí 2021 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnór Borg í einangrun og því ekki með Fylki í kvöld
Arnór Borg Guðjohnsen.
Arnór Borg Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Borg Guðjohnsen er ekki með Fylki í leik gegn HK í Pepsi Max-deildinni í dag.

Arnór greindist með Covid fyrir rúmri viku síðan og hann er enn í einangrun.

„Heilsan er fín, ég er í einangrun sem ég vonandi losna úr á sunnudag," sagði Arnór Borg í samtali við Sæbjörn Þór Steinke, fréttaritara Fótbolta.net sem er á vellinum í kvöld.

Hægt er að fara í beina textalýsingu með því að smella hérna.

Arnór Borg er tvítugur sóknarsinnaður leikmaður sem er á sínu öðru tímabili með Fylki. Það er óvíst hvort þau verði fleiri en hann hefur verið mikið orðaður við FH og Víking. Hann verður samningslaus eftir tímabilið.

Arnór hefur spilað sex leiki í Pepsi Max-deildinni í sumar og skorað eitt mark.
Athugasemdir
banner