Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 09. júlí 2021 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Koeman hefur áhyggjur af stöðunni
Messi er samningslaus
Messi er samningslaus
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman, stjóri Barcelona, hefur áhyggjur af þróun mála er varða framtíð fyrirliðans Lionel Messi hjá félaginu.

Samningur Messi rann út um mánaðarmótin og hefur hann ekki skrifað undir nýjan samning við félagið.

„Alltaf þegar ekki er búið að leysa ákveðið mál þá þarftu að hafa áhyggjur. En ég hef fulla trú á forseta okkar að græja þetta mál; það er mjög mikilvægt fyrir félagið og einnig fyrir La Liga að besti leikmaður í heiminum verði áfram hjá okkur. Við þurfum öll að sjá til þess að hann verði áfram," sagði Koeman.

Skuldastaða Barcelona er slæm og er félagið að reyna losa leikmenn frá félaginu til að geta boðið Messi nýjan samning.

Messi er þessa stundina með argentínska landsliðinu sem undirbýr sig fyrir úrslitaleik Copa America sem fram fer á laugardagskvöld. Þar mætir Argentína liði Brasilíu og fer leikurinn fram í Rio de Janeiro.
Athugasemdir
banner