Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 09. júlí 2021 23:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeild kvenna: Jafnt hjá liðunum í öðru og þriðja sæti
FH hefur fengið á sig fæst mörk í Lengjudeildinni, átta talsins.
FH hefur fengið á sig fæst mörk í Lengjudeildinni, átta talsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH 1 - 1 Afturelding
1-0 Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('55)
1-1 Jade Arianna Gentile ('88)

FH og Afturelding skildu jöfn í toppbaráttuslag í Lengjudeild kvenna í kvöld. Leikið var í Kaplakrika.

Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleikinn, en eftir tíu mínútur í seinni hálfleik skoraði Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir og kom FH í forystu.

Mönnum var heitt í hamsi á hliðarlínunni og fengu tveir aðilar úr starfsliði Aftureldingar að líta rauða spjaldið á 82. mínútu en stuttu eftir það jafnaði Afturelding metin. Jade Arianna Gentile skoraði jöfnunarmarkið.

Þar við sat og lokatölur 1-1. Liðin eru jöfn að stigum í öðru og þriðja sæti deildarinnar. Þau eru þremur stigum á eftir toppliði KR.
Athugasemdir
banner
banner