banner
   fös 09. júlí 2021 09:50
Elvar Geir Magnússon
Liverpool sendir fyrirspurn varðandi Traore
Powerade
Adama Traore.
Adama Traore.
Mynd: Getty Images
Memphis Depay.
Memphis Depay.
Mynd: Heimasíða Barcelona
Tahith Chong.
Tahith Chong.
Mynd: Getty Images
Mikkel Damsgaard.
Mikkel Damsgaard.
Mynd: EPA
Liverpool er áberandi í slúðurpakka dagsins. Traore, Bellerín, Pogba, Olsen, Lenglet og fleiri koma við sögu.

Liverpool hefur sent Wolves fyrirspurn um spænska vængmanninn Adama Traore (25) sem hefur verið orðaður við félagið í nokkurn tíma. (Football Insider)

Hector Bellerín (26) vill yfirgefa Arsenal og ganga í raðir Inter. Spænski bakvörðurinn var orðaður við Paris St-Germain í síðasta glugga. (FourFourTwo)

Sergio Ramos (35) hafnaði tilboðum frá Arsenal og Manchester City áður en hann samdi við Paris Saint-Germain. (Goal)

Liverpool undirbýr 35 milljóna punda tilboð í spænska miðjumanninn Saul Niguez (26) hjá Atletico Madrid. (AS)

Leicester, AC Milan og Inter hafa áhuga á brasilíska sóknarleikmanninum Philippe Coutinho (29) hjá Barcelona. (Sport)

Hollenski sóknarleikmaðurinn Memphis Depay (27) hefur samþykkt að taka á sig 30% launalækkun hjá Barcelona, aðeins þremur vikum eftir að hann gekk í raðir félagsins. Börsungar þurfa að lækka útgjöld til að standast reglur La Liga. (Goal)

Everton mun aðeins hlusta á kauptilboð í ítalska sóknarmanninn Moise Kean (21) sem var hjá Paris Saint-Germain á lánssamningi á síðasta tímabili. (Athletic)

West Ham fær samkeppni um Robin Olsen (31), markvörð Roma, en Atletico Madrid og Lille vilja fá hann. Sænski landsliðsmaðurinn var á láni hjá Everton síðasta tímabil og flott frammistaða á EM alls staðar kveikti áhuga West Ham. (AS)

Paris St-Germain telur sig geta landað Paul Pogba (28) á afsláttarverði, 50 milljónir punda. (Star)

Olivier Giroud (34), sóknarmaður Chelsea og franska landsliðsins, er á barmi þess að skrifa undir tveggja ára samning við ítalska félagið AC Milan. (Mail)

Tottenham er að íhuga að gera tilboð í varnarmanninn Maxence Lacroix (21) hjá Wolfsburg. Frakkinn gekk í raðir þýska félagsins frá Sochaux síðasta sumar og hefur honum verið líkt við Rio Ferdinand. (The Boot Room)

Vængmaðurinn Tahith Chong (21) hjá Manchester United nálgast Birmingham á lánssamningi. Hollendingurinn hefur verið á láni undanfarin ár hjá belgíska félaginu Club Brugge og Werder Bremen í Þýskalandi. (Telegraph)

Hægri bakvörðurinn Danilo (29) hjá Juventus segir að hann vilji að Gabriel Jesus (24) komi til ítalska félagsins. (Sports Illustrated)

Tottenham, Leeds og Leicester City hafa öll áhuga á Mikkel Damsgaard (21) en umboðsmaður danska landsliðsmannsins er í viðræðum við ensk félög. Massimo Ferrero, forseti Sampdoria, segir að verðmæti leikmannsins hafi aukist eftir öfluga frammistöðu á EM. (HITC)

Rafa Benítez, stjóri Everton, vill fá franska varnarmanninn Clement Lenglet (26) frá Barcelona. (Fichajes)

Tottenham er líklegast til að fá japanska varnarmanninn Takehiro Tomiyasu (22) frá Bologna. (Football Insider)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur upplýst yfirmenn sína um hvaða þrjá leikmenn hann vilji fá í sumar. Þar á meðal er franski vængmaðurinn Kingsley Coman (25) hjá Bayern München en hann gæti kostað allt að 86 milljónir punda. (Mirror)

Liverpool hefur einnig áhuga á Donyell Malen (22) hjá PSV Eindhoven en hollenski landsliðsmaðurinn vakti athygli á EM. (Express)

Leeds er að reyna að kaupa varnarmanninn Maxwel Cornet (24), landsliðsmann Lyon og Fílabeinsstrandarinnar. (Olympique et Lyonnais)

Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, vill fá enska vængmanninn Ryan Kent (24) frá Rangers. (Athletic)
Athugasemdir
banner
banner
banner