Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 09. júlí 2021 13:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Möguleiki á að Ögmundur fái risatækifæri
Ögmundur á landsliðsæfingu í mars
Ögmundur á landsliðsæfingu í mars
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ögmundur Kristinsson gekk í raðir grísku meistaranna í Olympiakos fyrir síðasta tímabil frá AEL Larissa.

Olympiakos er stærsta félag Grikklands og hefur átján sinnum orðið meistari frá aldarmótum.

Ögmundur var varamarkvörður liðsins í vetur. Portúgalinn Jose Sa átti mjög gott tímabil í marki liðsins. Frammistaða hans vakti athygli og er hann mögulega á förum frá liðinu.

Samlandi Sa, landsliðsmarkvörðurinn Rui Patricio, er við það að ganga í raðir Roma frá Wolves. Ef marka má félagaskiptasérfræðingin Fabrizio Romano þá mun Sa fara til Wolves og það gæti opnað dyrnar inn í byrjunarliðið fyrir Ögmund.

Ögmundur varði mark Olympiakos í tveimur leikjum í meistaraumspilinu undir lok tímabils og í þremur leikjum í gríska bikarnum.

Ögmundur er 32 ára og á að baki nítján landsleiki fyrir A-landsliðið.


Athugasemdir
banner
banner
banner