Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 09. júlí 2021 20:49
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Orri Hjaltalín: Það gekk eiginlega allt upp
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Ég er rosalega stoltur af strákunum." Sagði Orri Freyr Hjaltalín þjálfari Þórs eftir 5-1 stórsigur liðsins á Þrótti í elleftu umferð Lengjudeildarinnar.

Lestu um leikinn: Þór 5 -  1 Þróttur R.

Orri ekki sáttur með liðið í síðustu tveimur leikjum og undirbjó liðið vel fyrir leikinn í kvöld.

„Við vorum ekki búnir að vera góðir í síðustu tveimur leikjum og ég tók þá aðeins í gegn í vikunni og þeir svo sannarlega svöruðu þessu kalli."

Hvað hefur þú verið að vinna í í vikunni?

„Við höfum aðallega verið að vinna í andlega þættinum. Við getum verið góðir þegar við erum góðir, getum líka verið mjög lélegir þegar við erum lélegir. Mér finnst við vera með þessi gæði þannig að við getum alltaf verið góðir. Það er vonandi að við getum haldið þessum 'standard' áfram út tímabilið."

Orri spilaði á kornungu liði í dag, Ásgeir Marinó (2001) skorar og Kristófer Kristjánsson (2004) kemur inná og leggur upp svo dæmi séu tekin.

„Við spilum á kornungu liði og það var gríðarleg leikgleði og menn vildu allir fá boltann, dreyfðum spilinu vel, sóttum vel upp kanntana og fengum fyrirgjafir. Það gekk eiginlega bara allt upp í leiknum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner