banner
   fös 09. júlí 2021 14:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Orri Steinn spáir í elleftu umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Orri Steinn
Orri Steinn
Mynd: FC Kaupmannahöfn
Axel Freyr gæti spilað sinn fyrsta leik með Kórdrengjum í kvöld.
Axel Freyr gæti spilað sinn fyrsta leik með Kórdrengjum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sævar Atli Magnússon var með þrjá rétta þegar hann spáði í leiki tíundu umferð Lengjudeildarinnar.

Orri Steinn Óskarsson spáir í leiki elleftu umferðar. Umferðin hefst í kvöld og klárast á morgun. Orri er uppalinn í Gróttu en gekk í raðir FC Kaupmannahafnar eftir sumarið 2019.

Svona spáir hann leikjum umferðarinnar.

Þór 2 - 0 Þróttur R. (Í kvöld 18:00)
Stál í Stál leikur frá fyrstu mínutu, Þór er með yfirhendina allan leikinn og skora 2 mörk í seinni

ÍBV 1 - 4 Grótta (Í kvöld 18:00)
Gróttan heldur áfram eftir góðan sigur í seinustu umferð, Pétur T setur fernu og Gaui Lýðs skorar úr víti

Afturelding 1 - 3 Fram (Í kvöld 19:15)
Fram lookar óstöðvandi því miður og taka þennan leik örugglega með mörkum frá Fred og Alberti Hafsteins, Anton Logi klórar svo í bakkann í lok leiks

Fjölnir 0 - 2 Selfoss (Í kvöld 19:15)
Selfoss liggja þéttir til baka og minn maður Tokic setur 2 á fjærstönginni

Víkingur Ó. 0 - 3 Grindavík (Í kvöld 19:15)
Einfaldur sigur hjá Grindavík sem mun sundurspila Víking á teppinu á Ólafsvík

Kórdrengir 1 - 0 Vestri (Á morgun 14:00)
Ef að Vestri væri ennþa með Guzcut besta barber landsins ættu þeir kannski séns en Axel Freyr skorar á debut og Kórdrengir sigla þessu heim
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner