Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 09. júlí 2021 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Scolari tekur við Gremio í fjórða sinn
Mynd: Getty Images
Brasilíska félagið Gremio staðfesti í gær að Luiz Felipe Scolari væri tekinn við sem aðalþjálfari félagsins og er það í fjórða sinn á sínum ferli sem Scolari tekur við Gremio.

Scolari er 72 ára og stýrði síðast Cruzeiro í vetur. Hann er þekktastur fyrir að hafa stýrt brasilíska landsliðinu, því portúgalska og þá stýrði hann Chelsea tímabilið 2008-2009.

Síðast var Scolari hjá Gremio tímabilið 2014-2015, hann var þar einnig árin 1993-96 og árið 1987.

Scolari hefur verið að þjálfa síðan árið 1982. Lengst var hann landsliðsþjálfari Portúgal, hann var þar við störf á árunum 2003-2008.


Athugasemdir
banner
banner
banner