fös 09. júlí 2021 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það er búið að gera þetta mót fyrir England"
England er komið í úrslitaleikinn á EM.
England er komið í úrslitaleikinn á EM.
Mynd: EPA
England er í úrslitaleik á stórmóti í fyrsta sinn í 55 ár. Árið 1966 fóru Englendingar í úrslitin á HM og fóru með sigur úr býtum. Það er eina stórmótið sem England hefur unnið - hingað til.

England mætir Ítalíu í úrslitaleik EM á sunnudagskvöld, en leikið verður á Wembley.

Spænski fjölmiðillinn El Chiringuito hefur gert lítið úr því að England sé komið í úrslitaleikinn.

„Heldurðu að UEFA hafi skipulagt það að England sé í úrslitaleiknum?" spurði Josep Pedrerol meðstjórnanda sinn á El Chiringuito.

„Þessi keppni hefur verið til skammar. Þetta er búið að vera skelfilegt," sagði fjölmiðlamaðurinn Roberto Morales sem sat með Pedrerol. „Það er búið að spila leiki í borgum sem eru ekki evrópskar að neinu leyti. England er búið að spila alla leiki á heimavelli nema einn. Það er búið að gera þetta mót fyrir England."

„Þeim vantaði bara aðeins meiri hjálp og þeir fengu hana með gefins vítaspyrnu í leik sem var flókinn."
Athugasemdir
banner
banner