Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 09. júlí 2021 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Verratti spenntur: Donnarumma mun styrkja PSG
Mynd: EPA
Marco Verratti og Gianluigi Donnarumma eru byrjunarliðsmenn í sterku landsliði Ítala sem mætir Englandi í úrslitaleik Evrópumótsins á sunnudaginn.

Verratti er lykilmaður í stórveldi Paris Saint-Germain í Frakklandi og er samlandi hans einnig á leið til PSG, á frjálsri sölu, ef marka má orð Verratti í dag.

„Hann á skilið að spila fyrir topplið í Evrópu sem hefur metnað og getu til að vinna Meistaradeildina. Ég er mjög ánægður að hafa Donnarumma sem liðsfélaga hjá PSG, hann mun styrkja okkur til muna," sagði Verratti.

Samningur Donnarumma við Milan er runninn út og fær þessi ungi markvörður því að velja sinn næsta áfangastað sjálfur. Hjá PSG mun hann fá ofurlaun og berjast við öfluga markverði um byrjunarliðsstöðuna.

Keylor Navas, Sergio Rico og Alphonse Areola eru allir á mála hjá PSG fyrir og vill félagið losa sig við tvo þeirra sem fyrst.
Athugasemdir
banner
banner