Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 09. ágúst 2018 16:53
Elvar Geir Magnússon
Alexis Sanchez ekki sáttur við sumarglugga Man Utd
Alexis Sanchez hrósar Fred.
Alexis Sanchez hrósar Fred.
Mynd: Getty Images
Sílemaðurinn Alexis Sanchez hjá Manchester United fer ekki leynt með að sumargluggi félagsins sé vonbrigði að sínu mati.

Jose Mourinho hefur landað Brasilíumanninum Fred, hinum unga portúgalska bakverði Diego Dalot og markverðinum Lee Grant í glugganum.

United mistókst að landa miðverði fyrir gluggalok.

„Ég hefði verið til í að mun fleiri heimsklassa leikmenn hefðu verið keyptir. En þetta er ákvörðun félagsins," sagði Sanchez við ESPN Brasil.

Sanchez hrósar þó Fred sem keyptur var á 52 milljónir punda og spilar líklega sinn fyrsta úrvalsdeildarleik annað kvöld þegar United mætir Leicester.

„Fred hefur heillað mig mikið í fyrstu leikjunum. Liðinu vantaði svona leikmann. Svo hefur Andreas Pereira heillað mig mikið. Þetta eru leikmenn með gæði sem gætu hjálpað mikið," sagði Sanchez en Pereira var á láni hjá Valencia á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner