Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 09. ágúst 2018 13:01
Elvar Geir Magnússon
Ekki ósáttur þó Tottenham sé eina liðið sem ekki hefur fengið mann
Pochettino er ekki pirraður.
Pochettino er ekki pirraður.
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino og hans menn í Tottenham eru að búa sig undir leik gegn Newcastle í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar, leikurinn verður á laugardaginn.

Tottenham er eina félag deildarinnar sem ekki hefur bætt við sig manni en Pochettino er alls ekki ósáttur við það.

„Ég er ánægður með að halda hópnum saman. Það voru margar sögusagnir í sumar um að það væru leikmenn á förum," segir Pochettino.

„Félagið hefur lagt mikla vinnu í að gera nýjan samning við Harry Kane sem dæmi. Félagið er að reyna að klára nýjan leikvang eins fljótt og mögulegt er."

„Það er erfitt fyrir marga að skilja af hverju Tottenham hefur ekki keypt eða selt leikmenn. Stundum í fótbolta þarftu að hegða þér öðruvísi. Við erum ánægðir með okkar hóp og við getum ekki bætt hann. Við höfum mikla trú á okkar leikmönnum og það er gott að halda þessum hópi."

Smelltu hér til að sjá öll helstu tíðindin á gluggadeginum

Taktu þátt í umræðunni á Twitter með því að nota #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner
banner