Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 09. ágúst 2018 21:29
Ívan Guðjón Baldursson
Inkasso: Toppbaráttan opnast - Fyrsta tap HK kom gegn Þrótti
Daði Bergsson gerði sigurmarkið gegn HK.
Daði Bergsson gerði sigurmarkið gegn HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Toppbarátta Inkasso-deildarinnar hefur verið opnuð upp á gátt eftir að HK tapaði sínum fyrsta deildarleik á tímabilinu.

HK fékk Þrótt R. í heimsókn í Kórinn sem hefur verið sannkallað vígi fyrir HK-inga í sumar.

Daði Bergsson gerði eina mark leiksins seint í fyrri hálfleik eftir fyrirgjöf. Boltinn fór í gegnum allan teiginn og endaði hjá Daða sem var fljótur að hugsa og kláraði glæsilega úr erfiðu færi.

Heimamenn sóttu í sig veðrið í kjölfarið og brenndu af hverju dauðafærinu fætur öðru þar til dómarinn flautaði til leiksloka.

Skagamenn hirtu toppsætið af HK-ingum með sigri gegn Njarðvík. Jeppe Hansen og Einar Logi Einarsson gerðu mörk Skagamanna í bragðdaufum leik.

Heimamenn í Njarðvík minnkuðu muninn með glæsilegu sjálfsmarki undir lokin og voru næstum því búnir að jafna í uppbótartíma, en Skagamenn náðu að bjarga á línu.

Ágúst Freyr Hallsson gerði þá eina mark ÍR í leiðinlegum nágrannaslag gegn Leikni R. ÍR er þá komið stigi yfir Leikni í fallbaráttunni.

HK 0 - 1 Þróttur R.
0-1 Daði Bergsson ('35)

Njarðvík 1 - 2 ÍA
0-1 Jeppe Hansen ('9)
0-2 Einar Logi Einarsson ('52)
1-2 Þórður Þorsteinn Þórðarson ('86, sjálfsmark)

ÍR 1 - 0 Leiknir R.
1-0 Ágúst Freyr Hallsson ('4)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner