Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 09. ágúst 2018 15:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Stundum erfitt að trúa því að við lentum í öðru sæti
Jose Mourinho og Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jose Mourinho og Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho sagði á blaðamannafundi í dag að Manchester United myndi ekki fá leikmenn áður en glugginn lokaði. Það stefnir í að það verði rétt hjá þeim portúgalska. Man Utd var orðað við marga miðverði en enginn er að koma.

Mourinho notaði einnig blaðamannafundinn í að skjóta á gagnrýnendur sína.

„Það er erfitt fyrir mig að trúa því að við lentum í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili," sagði Mourinho

„Þegar ég hlusta, þegar ég les, ekki oft en stundum, þá er erfitt að trúa því að enduðum í öðru sæti, vegna þess að þið hafið burði til þess að láta fólk sem endaði í öðru sæti líta út eins og það hafi fallið og fólk sem vann ekkert, endaði fyrir neðan okkur, látið það líta út eins og raðsigurvegara."

„Eins og ég segi er erfitt fyrir mig að trúa því að við lentum í öðru sæti," sagði Mourinho og tók það fram að lenda í öðru sæti með Manchester United á síðasta tímabili hafi verið eitt af hans stærstu afrekum á ferlinum. Mourinho er búinn að vinna ensku úrvalsdeildina þrisvar og fullt af öðrum stórum titlu, þar á meðal Meistaradeldina tvisvar.

Það lítur út fyrir að Mourinho hafi þarna verið að skjóta á Liverpool eins og hann hefur gert nokkrum sinnum áður. Fyrr í sumar sagði Mourinho að Liverpool þyrfti að vinna eitthvað núna eftir alla eyðsluna í sumar.

Man Utd hefur leik í ensku úrvalsdeildinni á morgun, gegn Leicester.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner