Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   fim 09. ágúst 2018 17:07
Ívan Guðjón Baldursson
Tottenham fyrsta liðið í sögunni til að kaupa ekki leikmann
Mynd: Getty Images
Tottenham komst í sögubækurnar í dag fyrir að vera fyrsta liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að kaupa ekki einn einasta leikmann í sumarglugganum.

Sumarglugginn var fyrst settur á laggirnar 2003 og fékk Leeds United þá aðeins einn leikmann til sín og féll í kjölfarið.

Leeds hefur átt metið yfir fæstu félagaskipti í sumarglugganum síðan þá, en Tottenham bætti metið í ár.

Ólíklegt er þó að Tottenham muni koma nálægt því að falla enda með einn af bestu leikmannahópum deildarinnar.

Sjá einnig:
Pochettino ekki ósáttur
Athugasemdir
banner
banner