sun 09. ágúst 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Fyrrum leikmanni Vals boðið að taka við Bristol City
Dean Holden lék með Val árið 2001.
Dean Holden lék með Val árið 2001.
Mynd: Getty Images
Bristol City hefur boðið Dean Holden að taka við sem knattspyrnustjóri liðsins. Holden tekur tíma um helgina til að hugsa um tilboðið.

Holden stýrði liðinu undir lok síðasta tímabils eftir að Lee Johnson var rekinn. Holden var aðstoðarmaður Johnson.

Chris Hughton og John Terry hafa verið orðaðir við starfið, en Bristol City er tilbúið að leyfa Holden að halda áfram.

Holden er fertugur að aldri en hann lék hér á landi með Val árið 2001. Hann spilaði þá sjö leiki í Símadeild karla og tvo leiki í Coca Cola bikarnum. Hann var þá á láni frá Bolton.

Bristol City hafnaði í 12. sæti Championship-deildarinnar sem kláraðist í síðasta mánuði. Nýtt tímabil hefst í september og ekki mikill tími til stefnu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner