Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. ágúst 2022 14:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Daníel Ingi sló met bróður síns
Daníel Ingi Jóhannesson.
Daníel Ingi Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Ingi Jóhannesson kom inn á sem varamaður hjá ÍA í leik gegn Breiðabliki í Bestu deildinni á dögunum.

Þessi efnilegi leikmaður varð þar yngsti leikmaður í sögu ÍA til að spila leik í efstu deild.

Daníel sló met eldri bróður síns, Ísaks Bergmanns Jóhannessonar, þegar hann kom inn á í leiknum. Daníel var 15 ára og 119 daga gamall þegar hann kom inn á gegn Blikum.

Ísak var 15 ára og 182 daga gamall er hann kom inn á í sínum fyrsta leik með ÍA í efstu deild.

„Daniel er einn af okkar efnilegustu leikmönnum og á framtíðina fyrir sér," segir á vefsvæði Skagamanna á Facebook.

Daníel og Ísak eru auðvitað báðir synir Jóhannesar Karls Guðjónssonar, fyrrum landsliðsmanns og núverandi aðstoðarþjálfara landsliðsins. Ísak er í dag leikmaður FC Kaupmannahafnar og íslenska landsliðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner