Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 09. ágúst 2022 16:07
Elvar Geir Magnússon
Norrköping búið að tryggja sér Arnór Ingva
Arnór Ingvi Traustason.
Arnór Ingvi Traustason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi Traustason er nýjasti leikmaður sænska félagsins Norrköping en Sportbladet segir að hann hafi gert langtímasamning við félagið og aðeins eigi eftir að tilkynna það.

Arnór kom til Norrköping frá Keflavík 2014 og varð Svíþjóðarmeistari með liðinu 2015.

Hann fór til Rapid Vín 2016 og lék síðan fyrir Rapid Vín, AEK Aþenu og Malmö áður en hann gekk í raðir bandaríska félagsins New England Revolution á síðasta ári.

Arnór er 29 ára og er þriðji Íslendingurinn sem gengur í raðir Norrköping í sumar. Áður hafði félagið sótt Arnór Sigurðsson og Andra Lucas Guðjohnsen.

Fyrir hjá félaginu var Ari Freyr Skúlason og þá eru Jóhannes Kristinn Bjarnason og Oliver Stefánsson (sem er á láni hjá ÍA) einnig bundnir félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner