Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
   fös 09. ágúst 2024 20:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deild kvenna: Úlfa Dís tryggði Stjörnunni stig gegn Val - FH og Þróttur með sigra
Úr leik Stjörnunnar og Vals í kvöld
Úr leik Stjörnunnar og Vals í kvöld
Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson
Breukelen Woodard
Breukelen Woodard
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Það var dramatík þegar Valur heimsótti Stjörnuna í Bestu deild kvenna í kvöld. Valskonur gátu náð sex stiga forystu á Breiðablik á toppi deildarinnar með sigri.


Valskonur náðu verðskuldað forystunni þegar Berglind Björg Þorvaldsdóttir skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Fanndísi Friðriksdóttur.

Þegar skammt var til loka leiksins tók Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir sprett upp völlinn og inn á teiginn og skoraði með góðu skoti og tryggði Stjörnunni stig.

Breukelen Woodard lagði grunninn að sigri FH gegn Fylki en þessi sigur batt enda á fjögurra leikja taphrinu Hafnarfjarðarliðsins. Þá komst Þróttur í efri hlutann, upp fyrir Stjörnuna, með sigri á Tindastóli.

Stjarnan 1 - 1 Valur
0-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('13 )
1-1 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('86 )
Lestu um leikinn

Tindastóll 1 - 2 Þróttur R.
1-0 Jordyn Rhodes ('63 , víti)
1-1 Sóley María Steinarsdóttir ('67 )
1-2 María Eva Eyjólfsdóttir ('83 )
Lestu um leikinn

FH 3 - 1 Fylkir
1-0 Breukelen Lachelle Woodard ('29 )
2-0 Breukelen Lachelle Woodard ('70 , víti)
3-0 Valgerður Ósk Valsdóttir ('82 )
3-1 Helga Guðrún Kristinsdóttir ('88 )
Lestu um leikinn


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner