Bournemouth er að næla mexíkóska landsliðsmanninn Julian Araujo frá Barcelona.
Viðræður milli félagana eru langt á veg komnar en enska félagið mun borga í kringum 10 milljónir evra fyrir þennan 22 ára gamla leikmann. Barcelona vill fá ákveðna prósentu af næstu sölu.
Araujo gekk til liðs við Barcelona frá LA Galaxy í febrúar á síðasta ári. Hann var á láni hjá Las Palmas á síðustu leiktíð þar sem hann spilaði 25 leiki í spænsku deildinni.
Barcelona er að reyna að fá Joao Cancelo aftur frá Man City en hann var á láni hjá spænska liðinu á síðustu leiktíð.
Athugasemdir