Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 09. september 2019 14:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elbasan, Albanía
Ætla að gefa 200% til að vinna Ísland
Icelandair
Þjálfari Albaníu er hokinn af reynslu.
Þjálfari Albaníu er hokinn af reynslu.
Mynd: Getty Images
Edoardo Reja, hinn reynslumikli þjálfari Albaníu, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag ásamt Elseid Hysaj, bakverði Albaníu og Napoli á Ítalíu.

Á morgun fer fram leikur Íslands og Albaníu í undankeppni EM 2020.

„Þetta verður sá leikur sem sker hvað mest úr um það hvort Evrópudraumur okkar haldi áfram eða ekki. Ef við vinnum ekki þá verða möguleikar okkar talsvert minni. Við eigum þrjá heimaleiki eftir og það mun vonandi nýtast okkur vel," sagði Reja á blaðamannafundinum.

„Á morgun munum við gefa 200% til þess að ná sigrinum," sagði Reja enn fremur.

Um íslenska liðið sagði hann: „Lið Íslands er samansett af mörgum jákvæðum þáttum, en við höfum byggt okkur upp í það að ná í þrjú stig. Ef við náum upp góðri einbeitingu og trúum á okkur sjálfa, þá mun okkur takast ætlunarverk okkar. Ég trúi að strákarnir séu tilbúnir og ég trúi því að við getum unnið."

Munum spila fallegan leik
Elseid Hysaj er líklega stærsta nafnið í liði Albaníu, en hann spilar með Napoli á Ítalíu. Hann er hægri bakvörður.

„Ég hef trú á liðinu og við erum tilbúnir að gera okkar allra besta," sagði Hysaj.

„Við vitum að þetta verður erfiður leikur en öllu liðinu finnst augnablikið rétt. Við munum spila fallegan leik til þess að ná sigrinum."
Athugasemdir
banner
banner