banner
   mán 09. september 2019 16:30
Magnús Már Einarsson
Bestur í 2. deild: Vil vera á Íslandi út ferilinn
Hrvoje Tokic (Selfoss)
Hrvoje Tokic í leik með Selfyssingum.
Hrvoje Tokic í leik með Selfyssingum.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Hrovje Tokic, framherji Selfyssinga, er leikmaður 20. umferðar í 2. deildinni en hann skoraði þrennu í 4-1 sigri á Þrótti Vogum á útivelli í gær.

„Mér líður mjög vel andlega og líkamlega. Ég hef átt góða leiki á tímabilinu og það er erfitt að segja hver var sá besti. Kannski er betra að spyrja þjálfarann minn," sagði Tokic léttur í bragði aðspurður um það hvort leikurinn í gær hafi verið sinn besti í sumar.

Tokic er kominn með 17 mörk í 18 leikjum á tímabilinu en hann er markahæstur í 2. deildinni.

„Það er vinnan mín að skora mörk og ég mun reyna mitt besta í því út tímabilið. Það skiptir ekki miklu máli hvað ég skora mörg mörk ef við förum ekki upp. Mikilvægast er að liðið hefur unnið fimm leiki í röð og við þurfum að vinna tvo í viðbót til að komast upp í Inkasso."

Bjartsýnn á sæti í Inkasso-deildinni
Selfoss er tveimur stigum á eftir Leikni F. í öðru sætinu í 2. deildinni þegar tvær umferðir eru eftir. Topplið Vestra og Leiknis F. mætast í næstsíðustu umferðinni um næstu helgi á sama tíma og Selfoss fær Völsung í heimsókn.

„Ég er mjög bjartsýnn á að Selfoss fari upp því við erum með mjög gott lið með marga unga og hæfileikaríka leikmenn. Við erum líka með góða reynda leikmenn og frábæra þjálfara. Við erum með frábært fólk sem stjórnar félaginu og ótrúlega stuðningsmenn svo við verðskuldum að vera að minnsta kosti í Inkasso-deildinni. Ég er mjög bjartsýnn á að við náum því."

Tokic skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við Selfyssinga í sumar.

„Ég er mjög ánægður með allt hér á Selfossi og ég er ánægður með að vera hluti af þessu félagi. Ég er mjög þakklátur og ánægður með liðsfélaga mína, þjálfarana og fólkið í félaginu. Fólki hefur komið fram við mig að miklu virðingu og góðmennsku og það hefur hjálpað mér að spila eins vel og ég hef gert."

Hæstánægður á Íslandi
Tokic kom fyrst til Íslands árið 2015 en hann lék með Víkingi Ólafsvík og Breiðabliki áður en hann gekk í raðir Selfyssinga í fyrra.

„Frá degi eitt hefur fólk á Íslandi hjálpað mér að venjast lífsstílnum á Íslandi og gert líf mitt hér auðveldara. Ég er mjög þakklátur fólki í Ólafsvík, Reykjavík þegar ég spilaði með Breiðabliki og núna hér á Selfossi. Ég kann mjög vel við mig á Íslandi. Fjölskylda mín kemur hingað á hverju ári og ég vil vera hér út fótboltaferilinn og jafnvel lengur," sagði hinn 29 ára gamli Tokic að lokum.



Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð: Isaac Freitas Da Silva (Vestri)
Bestur í 2. umferð: Kaelon Fox (Völsungur)
Bestur í 3. umferð: Aron Grétar Jafetsson (KFG)
Bestur í 4. umferð: Nikola Kristinn Stojanovic (Fjarðabyggð)
Bestur í 5. umferð: Mehdi Hadraoui (Víðir)
Bestur í 6. umferð: Ari Steinn Guðmundsson (Víðir)
Bestur í 7. umferð: Unnar Ari Hansson (Leiknir F.)
Bestur í 8. umferð: Þór Llorens Þórðarson (Selfoss)
Bestur í 9. umferð: Daniel Garcia Blanco (Leiknir F.)
Bestur í 10. umferð: Borja Lopez Laguna (Dalvík/Reynir)
Bestur í 11. umferð: Enok Eiðsson (Þróttur V.)
Bestur í 12. umferð: Kenan Turudija (Selfoss)
Bestur í 13. umferð: Elmar Atli Garðarsson (Vestri)
Bestur í 14. umferð: Gilles M'Bang Ondo (Þróttur V.)
Bestur í 15. umferð: Gonzalo Bernaldo Gonzalez (Fjarðabyggð)
Bestur í 16. umferð: Guðmundur Tyrfingsson (Selfoss)
Bestur í 17. umferð: Sæþór Ívan Viðarsson (Leiknir F.)
Bestur í 18. umferð: Andri Júlíusson (Kári)
Bestur í 19. umferð: Pétur Bjarnason (Vestri)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner