Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 09. september 2020 14:04
Elvar Geir Magnússon
Zaniolo var með tárin í augunum: Það eru álög á mér
Zaniolo meiddist í landsleik gegn Hollandi.
Zaniolo meiddist í landsleik gegn Hollandi.
Mynd: Getty Images
Nicolo Zaniolo sagðist vilja hætta í fótbolta eftir að hann varð fyrir öðrum krossbandaslitum á mánudaginn.

Þessi 21 árs hæfileikaríki leikmaður Roma meiddist í landsleik með Ítalíu en þetta eru sömu meiðsli og hann hlaut á hinu hnénu í janúarmánuði.

Þetta er gríðarlegt áfall fyrir leikmanninn unga en nú er verið að skoða hvert hann muni fara í aðgerð.

„Honum líður aðeins betur núna en þegar hann hitti okkur fyrst var hann bálreiður og með tárin í augunum. Hann er orðinn rólegri núna en fyrst sagði hann við okkur 'Ég ætla að hætta í fótbolta. Ég held að það séu álög á mér'," sagði móðir Zaniolo, Francesca Costa, við ítalska fjölmiðla.

„Hann er að reyna að líta á jákvæðu hliðarnar, hann er með stælta vöðva og þessar aðgerðir gætu hjálpað honum þegar horft er til framtíðar."

„Það hefur hjálpað honum að fá svona margar kveðjur frá öllum heimshornum. Stuðningsmenn Roma eru magnaðir og þeim þykir svo vænt um hann."

„Núna er hann heima með unnustu sinni og nýja hvolpinum þeirra. Hann þurfti bara smá tíma til að ná áttum og nú er hann tilbúinn að berjast fyrir endurkomunni."
Athugasemdir
banner
banner
banner