Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 09. september 2021 10:35
Elvar Geir Magnússon
Allt hefur sinn tíma
Troy Deeney.
Troy Deeney.
Mynd: Getty Images
Xisco Munoz stjóri Watford segir að Troy Deeney kveðji sem goðsögn hjá félaginu en rétt fyrir gluggalok gekk hann í raðir Birmingham í Championship-deildinni.

Deeney, sem er 33 ára, var ellefu ár hjá Watford og í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum félagsins.

„Ég ber mikla virðingu fyrir Troy og hann er frábær persóna, nú eru kaflaskil hjá honum. Það er eðlilegt í fótbolta, allt hefur sinn tíma. Hvort sem það er hjá Zinedine Zidane, David Beckham eða Troy," segir Xisco.

„Svona er lífið en ég get sagt að ég ber mikla virðingu fyrir honum, óska honum alls hins besta í framtíðinni. Á síðasta tímabili aðstoðaði hann mig bæði innan og utan vallar."

„Hann er goðsögn hjá félaginu og mun alltaf vera í hjörtum stuðningsmanna. En nú er rétt að einbeita okkur að þeim leikmönnum sem eru í liðinu og hópnum. Mikilvægast í augnablikinu er að einbeita okkur að næsta leik."
Athugasemdir
banner
banner
banner