Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 09. september 2022 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þrír frá Liverpool í brasilíska landsliðið - Enginn frá Arsenal
Alisson, Fabinho og Firmino
Alisson, Fabinho og Firmino
Mynd: EPA
Gabriel Jesus hefur byrjað ferilinn hjá Arsenal af krafti
Gabriel Jesus hefur byrjað ferilinn hjá Arsenal af krafti
Mynd: Getty Images

Tito, stjóri brasilíska landsliðsins hefur valið landsliðshópinn sem mætir Gana og Túnis í æfingaleikjum síðar í þessum mánuði.


Arsenal hefur farið gríðarlega vel af stað í ensku úrvalsdeildinni og varnarmaðurinn Gabriel og sóknarmennirnir Gabriel Martinelli og Gabriel Jesus hafa allir vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína.

Þrátt fyrir það valdi Tito engan af þeim til að taka þátt í þessum leikjum sem framundan eru. Í hópnum eru þó Alisson, Fabinho og Firmino leikmenn Liverpool en Bítlaborgarliðið hefur ekki alveg fundið taktinn á þessari leiktíð.

Þá eru þrír leikmenn frá Manchester United, Casemiro og Fred á miðjunni og Antony. Ederson, markvörður City og Thiago Silva varnarmaður Chelsea eru meðal annars í hópnum.

Brasilía mætir Gana 23. september og Túnis þann 27. september.

Hópinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Markmenn: Alisson (Liverpool), Ederson (Manchester City), Weverton (Palmeiras)

Varnarmenn: Danilo, Alex Sandro, Gleison Bremer (all Juventus), Alex Telles (Sevilla), Thiago Silva (Chelsea), Eder Militao (Real Madrid), Marquinhos (Paris Saint-Germain), Roger Ibaez (Roma)

Miðjumenn: Casemiro, Fred (both Manchester United), Fabinho (Liverpool), Lucas Paquet (West Ham), Bruno Guimares (Newcastle), Everton Ribeiro (Flamengo)

Sóknarmenn: Neymar (Paris Saint-Germain), Richarlison (Tottenham), Roberto Firmino (Liverpool), Vinicius Junior, Rodrygo (both Real Madrid), Antony (Manchester United), Raphinha (Barcelona), Matheus Cunha (Atletico Madrid), Pedro (Flamengo).


Athugasemdir
banner
banner