Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mán 09. október 2017 21:47
Brynjar Ingi Erluson
Emil Hallfreðs: Maður var að klípa sig og slá sig utan undir
Icelandair
Emil Hallfreðsson fagnar innilega
Emil Hallfreðsson fagnar innilega
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Hallfreðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, var yfirvegaður en afar ánægður eftir 2-0 sigurinn á Kósóvó í kvöld. Emil hefur verið alger lykilmaður í síðustu leikjum liðsins.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Kosóvó

Emil var í banni gegn Tyrkjum í síðasta leik en kom inn í liðið í kvöld og stóð sig vel.

Ísland vann I-riðil örugglega með 22 stig og fer því beint til Rússlands á HM.

„Þetta er eiginlega ótrúlegt. Þetta er skrítið, maður er að klípa sig og slá sig utan undir þegar maður var kominn inn í klefa. Þetta er frábær tilfinning og magnað afrek. Það að við höfum unnið riðilinn og búnir að tryggja okkur í umspilið sýnir hvað við erum góð liðsheild," sagði Emil í samtali við Fótbolta.net.

„Ég held að allir hafi fundið fyrir einhverju stressi eðlilega. Þetta er stærsti leikur í sögu Íslands ef einhver segir að hann hafi ekki fundið fyrir stressi þá er hann að ljúga að þér."

„Þetta leið hægt, það var 2-0 og þeir voru aldrei að fara að skora en þetta leið samt ekkert svo hægt,"
sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner