Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 09. október 2017 22:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir skammaði Stan Collymore - „Þetta er ekki spurning"
Hrósar fjölmiðlum
Icelandair
Heimir og Collymore heilsast á Laugardalsvelli í gær.
Heimir og Collymore heilsast á Laugardalsvelli í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stan Collymore, fyrrum leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, var á Laugardalsvelli í kvöld og fylgdist með Íslandi tryggja sér sæti á HM í fyrsta sinn í sögunni.

Collymore var síðan spurður á blaðamannafund eftir leik og spurði Heimi Hallgrímsson spjörunum úr.

Spurning Collymore var löng og Heimir skammaði hann fyrir það.

„Þetta er viðtal, ekki spurning," sagði Heimir og uppskar hlátur viðstaddra. „Við verðum að halda áfram að gera það sem við höfum verið að gera," sagði Heimir síðan.

Heimir notaði síðan tækifærið og hrósaði fjölmiðlum.

„Hér eigum við líklega besta sambandið við fjölmiðla af öllum landsliðum í heiminum."

„Ég skal segja ykkur sögu. Einn af leikmönnum sagði heldur til of mikið í einu viðtali í Tyrklandi, hann gleymdi sér aðeins. Við hringdum svo í fjölmiðlana og báðum þau að birta það ekki sem hann sagði og þeir gerðu það. Hvar annars staðar í heiminum gætirðu það? Við erum allir í þessu saman, Íslendingar."
Athugasemdir
banner
banner