mán 09. október 2017 17:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segja að Heimir sé besti landsliðsþjálfari í heimi
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það getur verið virkilega skemmtilegt að hlusta á hlaðvarpið (podcast) sem Guardian gefur út, Guardian Football Weekly.

Í dag sendu þeir frá sér podcast þar sem rætt er um enska landsliðið og aðallega landsliðin á Bretlandseyjum.

Þeirri spurningu var síðan varpað fram í hlaðvarpinu í dag hvort Michael O'Neill, landsliðsþjálfari Norður-Írlands, væri besti landsliðsþjálfari heims, en öðru nafni var þá kastað inn í umræðuna.

Það nafn var Heimir Hallgrímsson, sem er eins og allir vita landsliðsþjálfari Íslands.

„Það hlýtur að vera Heimir Hallgrímsson hjá Íslandi," var sagt. „Það sem hann hefur gert hjá Íslandi á síðustu fjórum árum er eiginlega fáránlegt."

„Þeir unnu Tyrkland 3-0 á útivelli og eru næstum því komnir á sitt fyrsta heimsmeistaramót, þeir þurfa bara að vinna Kosóvó."

„Þeir voru bara 25% með boltann en þeir vita hvað þeir þurfa að gera. Þeir voru með tvöfalt fleiri skot en Tyrkland í leiknum. Þeir eru frábærir þegar þeir sækja hratt."

Í útvarpsþættinum Fótbolta.net á dögunum var rætt aðeins um Heimi og hversu langt hann gæti farið í þjálfun. Smelltu hér til að hlusta á það. Arnar Grétarsson var gestur þáttarins.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið, til að mynda í gegnum Spotify.

Ísland er að fara að mæta Kosóvó núna á eftir, það styttist óðum í leikinn. Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá Laugardalsvelli.

Fótbolti.net er með alla anga úti í umfjöllun um leikinn gegn Kosóvó og hægt er að fylgjast með bak við tjöldin á samskiptamiðlum okkar, þar á meðal Fotboltinet á Snapchat.

Leikurinn verður í beinni textalýsingu hérna

Staðan? Skoðaðu möguleikana í riðli Íslands

Smelltu hér til að sjá líkegt byrjunarlið

Með því að smella hér má hlusta á ítarlega upphitun fyrir leikinn úr útvarpsþættinum



Athugasemdir
banner
banner