Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mán 09. október 2017 22:09
Arnar Helgi Magnússon
Sverrir Ingi: Mæli með að fólk fái sér rússneskt stroganoff og hafi gaman
Icelandair
Sverrir í leiknum í kvöld
Sverrir í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Ingi Ingason byrjaði leikinn í kvöld á varamannabekknum. Sverrir kom síðan inná fyrir Aron Einar þegar um það bil 10 mínútur voru eftir af leiknum. Leiknum lauk með 2-0 sigri Íslands og íslenska liðið búið að tryggja sér þáttökurétt á HM í Rússlandi næsta sumar.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Kosóvó

„Þetta er svolítið svona móment sem á eftir að taka nokkra daga að sogast inn. Eins og maður segir, ef þú ert fótboltamaður og þú veist að þú ert að fara að spila á HM er mögulega stærsta svið sem þú getur komist á, þá er maður í svolitlu tilfinningasjokki og það á eftir að sogast inn næstu daga.

„Þetta er að gera svo mikið fyrir leikmenn, sama hvort þeir eru í góðri eða slæmri stöðu hjá félagsliði, að hafa eitthvað til þess að hlakka til. Þetta er bara frábær tilfinning."

„Þetta er sennilega eini leikurinn sem mér hefur liðið illa í. Að ná þessu fyrsta marki var alveg crucial. Síðan þegar Jói setur seinna markið þá er bara eins og maður missi 10 kíló af öxlunum á sér."

Sverrir býr í Rússlandi og spilar með FC Rostov þar í landi.

„Rússarnir eru mjög gott fólk og þeir eru mjög hrifnir af því sem Íslendingar hafa verið að gera. Ég hef verið spurður af því oft í viðtölum hversvegna 300.000 manna þjóð sé svona góð í fótbolta."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner