þri 09. október 2018 20:42
Arnar Helgi Magnússon
5000 miðar seldir á leikinn gegn Sviss
Icelandair
Klara Bjartmarz.
Klara Bjartmarz.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú þegar tæpir sex sólarhringar eru í leik Íslands og Sviss í Þjóðadeildinni sem fram fer á Laugardalsvelli eru einungis fimm þúsund miðar seldir. Þetta staðfesti Klara Bjartmarz framkvæmdarstjóri KSÍ í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Íslenska liðið fékk skell í fyrri leiknum gegn Sviss og tapaðist leikurinn 6-0.

„Á síðustu vináttulandsleikjum í júní gekk miðasalan hægt framan af og við vonum að það sé eins með þennan leik. Að hún fari hægt af stað en taki kipp þegar líða fer að leiknum. Kannski eru menn að bíða og sjá hvernig veðrið verður," sagði Klara í samtali við Stöð 2.

„Það eru fimm þúsund miðar farnir út. Það eru fimm þúsund manns sem eru búnir að lýsa yfir þeim áhuga að koma á leikinn sama hvernig viðrar. Því ber auðvitað að fagna."

Dýrustu miðarnir eru að fara fyrst, þeir sem eru næst miðju, og það eru væntanlega gallharðir stuðningsmenn sem mæta.”

Klara segir þó allar líkur vera á því að það seljist upp á leikinn.

„Við erum að fá skemmtilegt lið í heimsókn og næst síðasti landsleikur ársins. U21-árs liðið á tvo leiki eftir svo það fer hver að vera síðastur að horfa á leik hér heimi á þessu ári.”
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner