Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
banner
   þri 09. október 2018 21:00
Hafliði Breiðfjörð
Aron Snær: Setti þá reglu strax að þeir yngri heiti millinafninu
Aron Snær í leik með U21.
Aron Snær í leik með U21.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
„Það eru tveir skemmtilegir heimaleikir í viðbót, ég er að reyna að ná upp í 11, við vorum of mikið í Egilshöllinni svo tímabilið náði ekki þangað," sagði Aron Snær Friðriksson markvörður U21 árs landsliðsins við Fótbolta.net á æfingu liðsins í kvöld.

Aron Snær er markvörður Fylkis en komandi leikir U21 árs landsliðsins gegn Norður Írlandi og Spáni fara báðir fram á heimavelli hans, Fylkisvelli í Árbænum. Fyrst á fimmtudag og svo á þriðjudag, báðir hefjast 16:45.

„Þetta er spennandi, það er fullt af yngri leikmönnum hérna sem hafa ekki verið hér áður og verður áhugavert að æfa með og sjá hvað þeir geta. Það er líka fínt að reyna sig við bestu þjóðir í heimi, Spán og Norður Írland sem er aðeins fyrir neðan en ekki mikið verra lið," sagði Aron.

Athygli vakti þegar leikmannahópur íslenska liðsins var tilkynntur að allir markverðir liðsins heita Aron. Viðmælandi okkar, Aron Snær úr Fylki, og norðanmennirnir Aron Birkir Stefánsson úr Þór og Aron Elí Gíslason, KA.

„Ég setti þá reglu strax að þeir yngri þyrftu að heita millinafninu og ég myndi halda Aron. Það hefur enginn mótmælt því hingað til."
Athugasemdir
banner