Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. október 2018 23:30
Arnar Helgi Magnússon
Koeman segir Van Dijk þurfa að fækka mistökum
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman, landsliðsþjálfari Hollands segir að Virgil Van Dijk þurfi að fækka stórum mistökum hjá sér. Þessi ummæli koma í kjölfar vítaspyrnunnar sem Virgil fékk dæmda á sig gegn Manchester City um helgina.

„Van Dijk er frábær leikmaður að það vill oft verða þannig með svona stóra og sterka menn að þeir liggja of aftarlega. Hann verður að passa sig á að vera nær mönnum til þess að lenda ekki í vandræðum."

Van Dijk gerði slæm mistök með hollenska landsliðinu í leik gegn Frökkum í síðasta mánuði sem leiddu til þess að Frakkar skoruðu sigurmarkið þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum.

„Ég er ekkert að fara að spila Dijk eitthvað minna en ég vil að hann átti sig á þessu. Hann er ennþá minn maður."

„Á mánudaginn þegar liðið kom saman þá sá Virgil hvernig ég horfði á hann og hann fattaði hvað augnaráðið mitt þýddi, mistökin sem hann gerði gegn City."

Hollenska liðið mætir Belgum og Þjóðverjum í landsleikjahléinu sem framundan er.
Athugasemdir
banner
banner
banner