Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   þri 09. október 2018 12:30
Arnar Helgi Magnússon
Nýjasti landsliðsmaður Englands vekur áhuga stórliða
Mynd: Getty Images
Jadon Sancho sem nokkuð óvænt var kallaður inn í enska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Króatíu og Spánverjum hefur vakið mikla athygli á tímabilinu og stærstu liðin í Evrópuboltanum með auga á kappanum.

Sancho sem er fæddur árið 2000 hefur einungis byrjað einn deildarleik með Dortmund það sem af er leiktíðar en komið við sögu í fimm. Þrátt fyrir það er hann kominn með sex stoðsendingar og eitt mark.

Sancho kom til Dortmund fyrir tímabilið 2017 en spilaði aðeins tólf leiki með liðinu það tímabil. Honum er ætlað stærra hlutverk í ár.

Talið er að verðmiðinn á þessum unga dreng sé vera rúmlega 100 milljónir punda en lið eins og Chelsea, Tottenham og Manchester Untied eru sögð hafa áhuga á honum.

Theo Walcott leikmaður Everton var valinn í landsliðshóp Englands á svipuðum aldri og Sancho er í dag.

„Hann á eftir að höndla þetta. Hann er spilar með Dortmund á velli sem er stórkostlegur. Hann þarf ekki að hræðast neitt," segir Walcott.
Athugasemdir
banner
banner
banner