banner
   þri 09. október 2018 22:00
Arnar Helgi Magnússon
Rashford: Orkan á Old Trafford gefur manni mikið
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford er í ítarlegu viðtali við "Inside United" tímaritið sem að Manchester United gefur sjálft út. Þar talar hann meðal annars um fyrstu leikina sína sem og titlana sem að hann hefur unnið með Manchester United.

Rashford rifjar upp leikinn við Liverpool fyrr á árinu þar sem að United hafði betur, 2-1 og Rashford skoraði bæði mörk Manchester liðsins í leiknum.

„Ég hef sjaldan séð völlinn (Old Trafford) jafn fullann af orku frá áhorfendum eins og í þessum leik. Þetta var ótrúlegt."

„Ég held að þetta sé stærsti munurinn á því að spila með akademíunni og svo á Old Trafford. Áhorfendur gefa þér svo mikla orku. Þegar þú ert þreyttur þá hlustaru á áhorfendurnar og getur tekið annan sprett."

Stærsta stund að mati Rashford á ferli hans er þegar hann skoraði sigurmark United gegn City árið 2016.

„Það var sennilega stærsta stund sem ég hef upplifað í treyju United. Spila á útivelli á móti nágrönnum okkar og vinna. Það er frábær tilfinning."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner