Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 09. október 2020 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sumir leikir fara í 'pay-per-view' á Englandi - Mikið ósætti
Búist við að allir leikir verði áfram sýndir hér á landi út október
Mynd: Chateau
Stuðningsmenn félaga í ensku úrvalsdeildinni í Bretlandi hafa brugðist illa við breytingum á útsendingum frá leikjum í deildinni.

Hingað til hafa allir leikir deildarinnar verið sýndir í beinni útsendingu þar sem stuðningsmenn félaga komast ekki á völlinn vegna kórónuveirufaraldursins.

Það mun breytast um næstu helgi þegar fimm leikir í umferðinni fara í svokallað 'pay-per-view' þar sem þarf að borga fyrir stakan leik. Hinir fimm leikir verða áfram sýndir í beinni sem hluti af sjónvarpsdagskrá.

'Pay-per-view' leikir munu kosta 14,95 pund hver, eða tæpar 2700 íslenskar krónur.

Síminn er með réttinn á enska boltanum hér á landi, en fyrirtækið á eftir að fá staðfestar upplýsingar um hvort allir leikir verði áfram sýndir hér á landi. Miðað við uppröðun leikja býst Síminn við að halda áfram að sýna alla leiki út október, samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net.

John Percy, blaðamaður á Telegraph, segir að öll félög ensku úrvalsdeildarinnar hafi samþykkt 'pay-per-view' planið fyrir utan eitt félag; Leicester City.

Margir fjölmiðlamenn hafa gagnrýnt þetta í dag. Henry Winter, einn vinsælasti fjölmiðlamaður Bretlands, er harðorður á Twitter og segir að það sé ógeðslegt að biðja fólk að borga tæp 15 pund fyrir stakan leik.

Ekki er ljóst hvenær stuðningsmenn fá að koma aftur inn á vellina í ensku úrvalsdeildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner