Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 09. október 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þú finnur ekki sterkari karakter en þetta
Mist Edvardsdóttir með Íslandsmeistarabikarinn í fyrra.
Mist Edvardsdóttir með Íslandsmeistarabikarinn í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég ber ofboðslega virðingu fyrir henni því hún er svo mikil fyrirmynd fyrir unga leikmenn sem lenda á vegg," sagði Óskar Smári Haraldsson, knattspyrnuþjálfari, leikmaður og þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Ástríðunnar, í síðasta þætti af Heimavellinum.

Mist er að koma til baka eftir að hafa slitið krossband þrívegis á undanförnum árum. Hin 29 ára gamla Mist hefur verið afar óheppin með meiðsli undanfarin ár en þar á undan var hún að glíma við krabbamein sem hún sigraðist á. Hún hefur hins vegar alltaf haldið ótrauð áfram.

Á dögunum skoraði hún fernu gegn Fylki og var hún valin leikmaður umferðarinnar hér á Fótbolta.net.

„Hún er algjör fyrirmynd og þetta er svo magnað. Ég dáist að henni," sagði Óskar.

„Þú finnur ekkert sterkari karakter en þetta," sagði Aníta Lísa Svansdóttir, aðstoðarþjálfari KR. „Hún hefur tæklað þetta og er komin aftur."

Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér að neðan.
Heimavöllurinn: Lengjufjör - Sögulegt á Króknum og Kef stoppar stutt
Athugasemdir
banner