Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 09. október 2021 10:40
Aksentije Milisic
Courtois ósáttur: Afhverju erum við að spila þennan leik?
Pirraður.
Pirraður.
Mynd: Getty Images
Markvörður Belgíu, Thibaut Courtois, er ósáttur með að liðið þurfi að mæta Ítalíu í leik um þriðja sætið í Þjóðadeildinni.

Belgía missti niður 2-0 forystu gegn Frakklandi í undanúrslitunum og því hefur gullkynslóð landsins enn ekki unnið titil. Belgía mætir því Ítalíu í leik um þriðja sætið en Ítalir töpuðu gegn Spánverjum í hinum undanúrslitaleiknum.

„Við erum að spila fyrir ekkert. Þegar þú ert 2-0 yfir, þá geturu ekki kastað sigrinum burt. Við gerðum það samt," sagði Courtois.

„Að enda í þriðja eða fjóra sæti í Þjóðadeildinni er ekki áhugavert fyrir neinn. Þetta er tilgangslaus leikur, ég veit ekki afhverju það er verið að spila hann."

Belgar leiddu 2-0 í hálfleik gegn Frökkum en mörk frá Karim Benzema, Kylian Mbappe og Theo Hernandez skutu Frökkum áfram í úrslitaleikinn.



Athugasemdir
banner
banner