Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 09. október 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fjölnir gerir samninga við þrjá unga leikmenn
Árni Steinn, Daníel Ingvar og Óskar Dagur.
Árni Steinn, Daníel Ingvar og Óskar Dagur.
Mynd: Fjölnir
Knattspyrnudeild Fjölnis samdi í vikunni við þrjá unga og efnilega leikmenn úr 2. flokki félagsins.

Leikmennirnir hafa allir spilað stórt hlutverk í sínum flokkum upp yngri flokkana.

„Fjölnir bindur miklar vonir við að þessir leikmenn taki skrefið upp í meistaraflokk félagsins á komandi árum og eigi bjarta framtíð hjá félaginu," segir í tilkynningu frá félaginu.

Á meðfylgjandi mynd eru leikmennirnir – frá vinstri Árni Steinn Sigursteinsson (f. 2003), Daníel Ingvar Ingvarsson (f. 2004) og Óskar Dagur Jónasson (f. 2005)

Úlfur Arnar Jökulsson var nýverið ráðinn þjálfari Fjölnis. Úlfur hefur undanfarin fjögur ár stýrt öðrum flokki Fjölnis og samhliða því stýrði Úlli, eins og hann er oftast kallaður, liði Vængjum Júpíters í sumar.

Fjölnir hafnaði í þriðja sæti Lengjudeildarinnar í sumar, fimm stigum frá ÍBV sem var í öðru sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner