Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 09. október 2021 12:20
Aksentije Milisic
Forseti Barca: Vonaðist að Messi myndi spila launalaust
Mynd: Getty Images
Joan Laporta, forseti Barcelona, vonaðist eftir því að Argentínski snillingurinn myndi spila launalaust fyrir félagið.

Messi var hjá Börsungum í 21 ár en hann fór til PSG fyrir þetta tímabil eftir að í ljós koma að Barcelona gæti ekki haldið leikmanninum.

Skuldastaða Barcelona er hreint út sagt hörmuleg og vonaðist forsetinn eftir því að Messi myndi spila launalaust fyrir félagið. Það gerðist því miður ekki fyrir Börsunga.

„Hann sagði að hann myndi spila launalaust fyrir okkur. Spænska deildin hefði leyft það en við getum ekki sett leikmann á borð við Messi að gera slíkt. Hann fékk gott tilboð frá Frakklandi," sagði Laporta.

Það hefði hins vegar ekki geta gerst en reglur í La Liga segja það að leikmaður má ekki spila frítt.

Messi skoraði sitt fyrsta mark fyrir PSG á dögunum í 2-0 sigri á Manchester City í Meistaradeild Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner