Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 09. október 2021 11:20
Aksentije Milisic
Icardi fyrstu kaup Newcastle?
Mynd: Getty Images
Newcastle United hefur blandað sér í baráttuna um framherja PSG, Mauro Icardi.

Newcastle hefur nú nóg á milli handanna eftir að fjárfestarnir frá Sádi-Arabíu keyptu félagið í fyrradag.

Félagið getur eytt vel yfir 200 milljónum punda á næstu þremur félagskiptagluggum án þess að brjóta FFP reglur.

Tottenham og Juventus hafa einnig áhuga á Icardi en hann skoraði 124 mörk í 219 leikjum fyrir Inter áður en hann gekk til liðs við PSG árið 2019.

Hjá PSG hefur Icardi skorað 36 mörk í 72 leikjum þrátt fyrir að verma varamannabekkinn reglulega. Kylian Mbappe gæti verið á útleið frá PSG og því spurning hvað gerist með Icardi og hvort hann fái að fara.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner