Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 09. október 2021 23:00
Victor Pálsson
Mourinho: Líður meira eins og þjálfara í dag en fyrir 10 árum
Mynd: EPA
Jose Mourinho, stjóra AS Roma, líður vel í dag og horfir á sjálfan sig sem meiri þjálfara í dag en fyrir 10 eða 20 árum síðan.

Mourinho segir sjálfur frá þessu en hans þjálfaraferill hefur verið á töluverðri niðurleið síðustu ár eftir mögulega misheppnaða dvöl hjá bæði Manchester United og Tottenham.

Mourinho var ráðinn stjóri Roma fyrir þessa leiktíð en liðið hefur náð í 15 stig úr sjö leikjum í Serie A á tímabilinu.

Að sögn Mourinho þá er hann enn með mikinn metnað og stefnir á að bæta sig á hverjum einasta degi í sínu starfi.

„Mér líður meira eins og þjálfara í dag en fyrir 10 eða 20 árum,” sagði Mourinho í samtali við Esquire.

„Ef þjálfari bætir sig ekki þá hefur hann misst alla ástríðu og það hugarfar sem hjálpar honum að bæta sig á hverjum einasta degi.”

„Þetta er ekki starf sem tengist líkamlegri getu, þetta er andstæðan við leikmann. Reynslan gerir þig aðeins betri, ég hugsa alltaf um næsta leik.”
Athugasemdir
banner
banner
banner